Adam Bede er fyrsta skáldsaga enska rithöfundarins George Eliot, sem réttu nafni hét Mary Ann Evans.
Sagan gerist árið 1799 og segir frá fjórum persónum sem allar búa í hinu ímyndaða þorpi Hayslope á Englandi og ,,ástar-ferhyrningi'' þeirra á milli. Þetta eru hin fallega og sjálfhverfa Hetty Sorrel, kapteinninn Arthur Donnithorne sem dregur hana á tálar, hinn ungi Adam Bede sem ber óendurgoldna ást til hennar, og loks Dinah Morris, siðprúð og heittrúuð frænka Hettyar.